Taubleyja | Kekoa Core | Pastel Garden
- Aðeins eitt eintak eftir
Hentar vel með
Vönduðu Core taubleyjurnar frá Kekoa henta flestum börnum frá fæðingu og út bleyjutímabilið eða frá 3,5 - 16 kg. Einstaklega vel hönnuð og nett vasableyja með mjúka og teygjanlega vængi í mittinu. Mjúku vængirnir auðvelda hreyfingu barnsins sem og ummönnunaraðila í að stilla hana.
Eitt nett en mjög svo rakadrægt innlegg úr 6 laga bambus terry fylgir bleyjunni og er vasaopið að aftan. Innralag bleyjunnar er úr CoolMax® wicking jersey efni, sem gerir það að verkum að þegar innleggin eru sett í vasann þá finnur barnið ekki fyrir bleytunni. Einnig getur CoolMax® wicking jersey efnið hentað vel börnum með viðkvæma húð þar sem það andar vel og hrindir vökva frá húð barnsins. Ákveðnir eiginleikar bleyjunnar koma aukalega í veg fyrir leka eins og extra breiðu teygjunar við bakið, mjúku teygjurnar við lærin sem og pul efnið að framan við magann.
Lipur og létt bleyja sem er hönnuð með þægindi barsnins í fyrirrúmi!
Þó svo að bleyjan sé nett, þá er hún extra lipur í hönnun sem gerir öllum kleift að setja innleggin í vasann, jafnvel mjög stórum höndum.
Kekoa bleyjurnar eru ekki bara vel hannaðar þar sem er hugsað fyrir öllu. Heldur eru þær einnig umhversvænar í bæði notkun og framleiðslu, þar sem þær eru búnar til á sjálfbæran hátt úr endurunnu plasti.
Ytra efni er úr PUL, gert úr 100% endurunnum plastflöskum, sem hjálpar til við að draga úr framleiðsluorku um 75% og vatnsnotkun um 90% (samanborið við pólýesterefni). Hver bleyja sparar um það bil sex plastflöskur úr sjónum okkar og urðun.
Við mælum með að nota taubleyjur samhliða því að lesa í þarfatjáningu ungbarna (EC), ekki bara af því að það er umhverfisvænna og ódýrara. Heldur vegna þess að með taubleyjum er hægt að láta barnið finna fyrir vætunni sem einnota bleyjur gera ekki. Afhverju viljum við það? því þá tengir barnið bleytuna í bleyjunni við þarfir sínar. Lesið nánar í bókinni Go diaper free sem fæst hér.
Ungbarnakoppurinn okkar er umhverfisvænn valkostur með eða án notkunar taubleyja. Með því að lesa í þarfatjáningu ungbarna og nota kopp þá þarftu færri bleyjur = minni 🧺 og betra fyrir 🌍 og 💰.
Sjá nánar um bleyjuna hér fyrir neðan.
Mikilvægt er að skola vel úr vængjunum með volgu vatni fyrir fyrsta þvott. Við það losnar um auka lit sem gæti hafa orðið eftir í framleiðslu bleyjunnar.
- Umhverfisvænt
- Oeko-Tex Standard 100