Um okkur

Lítið fjölskyldufyrirtæki

Hæ 🤎

Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki hér á landi sem opnaði netverslunina montessori.is í október 2021 og bjóðum við upp á vönduð viðarleikföng og húsgögn fyrir börn sem nýtast í kennslu og leik. 

Verandi bæði með brennandi áhuga á uppeldis- og kennslufræði, með margra ára reynslu í kennslu og að vinna með börnum heilluðumst við mikið af Montessori uppeldisfræðinni. Við heilluðumst af stefnum sem stuðla að sjálfstæði og virðingarríku uppeldi. Okkur fannst Montessori vera með öll þau atriði sem við leituðumst eftir og meira til.

Hugmyndin á bakvið montessori.is kom þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn. Við fundum fyrir miklum skorti af vörum í takt við stefnuna hér á landi, svo við ákváðum að slá til og opna netverslun. Við vonum að vörurnar okkar munu koma ykkur að góðum notum. 

Kveðja,
Þorgeir, Harpa,
Móey, og Varmi.

 

Hafa samband

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.