Skrifbrettið hefur verið vinsælt hjá dóttur minni og hún hefur notað það mikið til að æfa sig að þekkja stafina. Nú er hún að hefja skólagöngu sína og er í montessori skóla. Hún þekkir alla stafina og þekkir algerlega tengingu hástafa og lágstafa.
Kennarar hennar hér í skólanum hafa haft orð á því hversu vel hún hefur lært að þekkja stafina.
Stafrófsbrettið hefur komið okkur gífurlega á óvart en ekki aðeins er það lærdómsríkt heldur einnig virkilega vinsælt og hægt að dunda sér við skrift og að raða smáhlutum tímunum saman. Mér finnst frábært að hafa möguleikann á að skoða bæði há- og lágstafi og sé að minn gat farið að tengja lágstafi við hástafi þar sem staðsetningin var sú sama.
Við höfum notað íslenska stafrófsbrettið mjög mikið. Það má nota það í svo margt! Bæði með ung börn og börn í fyrstu bekkjum grunnskóla. Það má nota það til að þjálfa ritun stafanna, kenna börnum stafina, raða í stafrófsröð, vinna með sérhljóða og samhljóða, hástafi og lágstafi og fleira. Frábært tækifæri fyrir barnið til að vinna með huga og hönd saman!