Við höfum notað íslenska stafrófsbrettið mjög mikið. Það má nota það í svo margt! Bæði með ung börn og börn í fyrstu bekkjum grunnskóla. Það má nota það til að þjálfa ritun stafanna, kenna börnum stafina, raða í stafrófsröð, vinna með sérhljóða og samhljóða, hástafi og lágstafi og fleira. Frábært tækifæri fyrir barnið til að vinna með huga og hönd saman!