Hugleiðsluregnboginn er hannaður til að hjálpa börnum í að þjálfa öndunartækni sína. Barnið dregur andann inn á meðan það rekur ytri línu regnbogans og andar út þegar línan er rekin til baka. Hægt er að rekja línurnar með fingrinum eða með meðfylgjandi viðarkúlu.
Öndunarbretti eins og þetta býður uppá frábæra leið til að auðvelda börnum í að æfa sig í núvitund. Það að taka nokkrar mínútur af deginum í að setjast niður og rekja regnbogalínurnar getur haft jákvæð áhrif á einbeitingu og að finna innri ró.