Frábær ferðablautpoki úr endurunnu efni sem er hannaður til að halda allt að 6 stk taubleyjum. Virkilega þægilegur poki á ferð og flugi sem getur til dæmis komið í stað skiptitösku ef þú þarft ekki að taka of mikið með þér útúr húsi. Hægt væri að nýta hann til að flokka og skipuleggja í ferðatöksuna og er hann einnig vatnsheldur svo þú getur geymt í honum óhreinar taubleyjur, föt eða blaut sundföt. Handfangið á hliðinni er með smellu svo auðvelt er að láta pokann hanga utaná skiptitöskunni/sundtöskunni.
Stærð: 26cm x 17cm x 17 cm