Einnota bambus renningur sem er hannaður til að auðvelda þér flutninginn yfir í taubleyju frá einnota bleyjum, sérstaklega þeirra sem hafa áhyggjur af númer 2. 💩
Einfaldlega bættu við einum renningi efst í taubleyjuna. Renningurinn mun grípa hægðir barnsins og koma í veg fyrir að þú þurfir að hreinsa bleyjuna fyrir þvott. Barn sem er eingöngu á brjósti eða pela hefur ekki þörf á renningnum í bleyjuna, þá fer bleyjan beint í þvott. Hinsvegar þegar barn er farið að borða fasta fæðu þá er vaninn að byrja að nota renninginn ef þörf þykir. Renningurinn er svo fjarlægður úr bleyju við bleyjuskipti og settur beint í ruslið.
Einnig er hægt að nota renninginn til að verja bleyjuna fyrir kremi (zinki) og stílum sem geta gert taubleyjuna vatnshelda. |