Frábært fyrsta púsl sem þjálfar einbeitingu og styrkir fínhreyfingarnar. Púslið er með stórum hnúð sem gerir smáum höndum kleift að grípa með auðveldum hætti og bætir samhæfingu handa og augna. Undir púslinu leynist svo spegll til að gægjast í. 👀 🙈
Er að nota þetta frábæra leikfang í starfi með fötluðum börnum. Þetta leikfang æfir gripið, það að grípa um, halda í og lyfta. Við eigum svipuð púsl en það sem þetta leikfang hefur sem hin eiga ekki er spegillinn. Frábært að sjá svipin á börnunum þegar þau sjá spegilmyndina sína. Veit að ég mun nota þetta leikfang mjög mikið