Íslenska stafrófsbrettið
Íslenska stafrófsbrettið
Íslenska stafrófsbrettið
Íslenska stafrófsbrettið
Íslenska stafrófsbrettið
Íslenska stafrófsbrettið
Íslenska stafrófsbrettið

Íslenska stafrófsbrettið

Venjulegt verð13.990 kr
/
VSK innifalinn.
  • Til á lager

Hentar vel með


“Hugurinn man hvað höndin framkvæmir”
– Maria Montessori

Íslenska stafrófsbrettið er frábær efniviður fyrir börn sem eru byrjuð að sýna stöfum áhuga. Barnið getur lært stafina, fundið lögun þeirra með fingrum sínum eða með því að nota meðfylgjandi stöng. Brettið hefur tvær hliðar, á annarri þeirra er íslenska stafrófið í hástöfum og á hinni er það í lágstöfum.

Efniviðurinn byggir á sjálfstýrðri og áþreifanlegri lærdómsaðferð Montessori.

Með því að nota stafrófsbrettið þjálfa börn upp vöðvaminni í höndunum sem nýtist þeim þegar þau eru tilbúin að skrifa með blaði og penna. Með því að halda á rakningarstönginni æfa þau rétt grip á blýanti. Þetta er fullkominn efniviður fyrir börn sem koma til með að byrja í skóla og nýtist vel í að æfa þau á sumrin.

 

Handmade
Handsmíðað

Stafrófsbrettið er skorið úr gegnheilum beykivið sem hefur verið heflaður svo að hann er alveg sléttur. Því getur barnið meðhöndlað stafrófsbrettið sitt að vild án þess að hafa nokkrar áhyggjur af því að fá flís. Viðarbrettið er lakkað með náttúrulegri olíu til þess að vernda viðinn. Rakningarstöngin er einnig búin til úr beykivið og er hönnuð til þess að líkjast blýanti sem þjálfar blýantsgripið.

 

Ath! Kennsluleikfang
ekki ætlað börnum yngri en 36 mánaða án eftirlits.

 

CE Certified FSC Certified
Icelandic flag
Á íslensku

Customer Reviews

Based on 3 reviews
100%
(3)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
Sigrún Yrja hjá Leikvitund.is
Frábært lærdómsleikfang

Skrifbrettið hefur verið vinsælt hjá dóttur minni og hún hefur notað það mikið til að æfa sig að þekkja stafina. Nú er hún að hefja skólagöngu sína og er í montessori skóla. Hún þekkir alla stafina og þekkir algerlega tengingu hástafa og lágstafa.
Kennarar hennar hér í skólanum hafa haft orð á því hversu vel hún hefur lært að þekkja stafina.

Þ
Þórdís
Besta lærdómsleikfangið

Stafrófsbrettið hefur komið okkur gífurlega á óvart en ekki aðeins er það lærdómsríkt heldur einnig virkilega vinsælt og hægt að dunda sér við skrift og að raða smáhlutum tímunum saman. Mér finnst frábært að hafa möguleikann á að skoða bæði há- og lágstafi og sé að minn gat farið að tengja lágstafi við hástafi þar sem staðsetningin var sú sama.

S
Sólveig
Frábæra stafrófsbrettið

Við höfum notað íslenska stafrófsbrettið mjög mikið. Það má nota það í svo margt! Bæði með ung börn og börn í fyrstu bekkjum grunnskóla. Það má nota það til að þjálfa ritun stafanna, kenna börnum stafina, raða í stafrófsröð, vinna með sérhljóða og samhljóða, hástafi og lágstafi og fleira. Frábært tækifæri fyrir barnið til að vinna með huga og hönd saman!

Aðrir viðskiptavinir keyptu einnig