Vatnsheld fjölnota undirbreiðsla sem henta einstaklega vel foreldrum og börnum sem eru að læra þarfatjáningu ungbarna (EC), koppaþjálfun eða jafnvel þeirra barna sem eru hætt með bleyju en lenda einstaka sinnum í að væta sig.
Undirbreiðslan hjálpar að verja húsgögnin (dýnu, sófa, teppi eða mottuna) frá slysum barnanna og missum okkar foreldranna. Undirbreiðslan hentar einstaklega vel bleyjulausum tímum t.d. þegar við foreldrarnir erum að læra að lesa í merkin sem barnið gefur frá sér til að láta vita að því sé mál. Einnig hentar hún fyrir næturþjálfunina til að verja lakið og dýnuna.
Þvottaleiðbeiningar: