Pekpi blautpokinn er einstaklega þægilegur í notkun. Þú getur nýtt hann undir óhreinar bleyjur og/eða föt, sem sundpoka, í leikskólann undir óhreinu fötin sem koma heim og svo lengi mætti telja. Pokinn er með tveimur aðskildum hólfum, annað hólfið er með tvöföldu lagi af efni sem hentar undir óhreinar bleyjur til að halda bleytu og lykt í skefjum. Handfangið á hliðinni er með smellu svo auðvelt er að láta pokann hanga utaná skiptitöskunni/sundtöskunni.
Þessi stærð af poka er hannaður til að halda allt að 5 stk af taubleyjum í einu. Frábær umhverfisvænn kostur úr endurunnu efni sem kemur í stað plastpoka. ♻️
Stærð: 36cm x 30cm