Forskriftarbrettin eru hönnuð til þess að kenna barninu þínu á fyrstu línurnar sem það mun koma til með að þurfa að kunna að mynda þegar það byrjar að læra að skrifa. Barnið þitt getur ýmist rakið línurnar með fingrunum eða með rakningarstönginni sem fylgir með. Þetta er frábær og áþreifanleg leið sem barnið þitt getur nýtt sér til þess að æfa sig að móta stafi.
Fyrra brettið einblínir á grunn línurnar sem notaðar eru í flestum stöfum, þ.e. beinar láréttar og lóðréttar línur ásamt skásettum línum. Á hinni hliðinni eru endurtekin mynstur sem þjálfar barnið í línunum. Á seinna brettinu eru bogadregnar og bylgjóttar línur sem hjálpa einnig til þegar mynda á stafina í stafrófinu og á hinni hliðinni eru form sem þjálfa mótun stafanna.
Brettin eru skorin úr gegnheilum beykivið og handpússuð svo að þau séu slétt viðkomu. Rakningarstöngin er einnig gerð úr beykivið og er hönnuð til þess að líkjast blýanti sem þjálfar blýantsgripið.
Möguleikarnir við notkun brettana eru óendanlegir. Það má t.d. leggja pappír yfir þau og nota vaxlit til þess að rekja formin. Það má einnig fylla formin með ýmsum smáhlutum á við perlur, þurrkuðum baunum, hrísgrjón eða litlum dúskum. |
Ath! Kennsluleikfang
ekki ætlað börnum yngri en 36 mánaða án eftirlits.