Uppgötvaðu mismunandi bein handarinnar með þessu frábæra púsli sem sýnir skýrt uppbyggingu hennar með íslenskum fræðiheitum við hvert bein.
Hendurnar okkar innihalda nokkur af minnstu beinum mannslíkamans, en þú getur skoðað þau nánar í þessu tveggjalaga og 34 bita púsli. Frábært og fræðandi púsl sem ekki eingöngu börn hafa gaman af heldur einnig fullorðnir og mun auðvelda skilning beggja aðila í líffærafræði handar og úlnliðs. 🖐
Mál: 24x24 cm.
Efni: Náttúrulegur beyki krossviður borinn með vottaðri olíu fyrir börn.
Inniheldur: 34 bita púsl + ramma og kápu til að auðvelda geymslu.
Framleitt: í Póllandi
Ath! Kennsluleikfang
ekki ætlað börnum yngri en 36 mánaða án eftirlits.
Á íslensku
|